85 % af sjúkrahúsþjónustu Þingeyinga skorin niður af VG101

Nú voru að berast þær hörmulegu fréttir að leggja eigi af sjúkraþjónustu fyrir þá 4900 íbúa sem  fjærst búa 101 á íslandi.  Þessir íbúar sem sótt hafa heilbrigðisþjónustu til HÞ þurfa nú að sækja heilbrigðisþjónustu allt að 250 km leið í gegnum Þingeyjarsýslur til Akureyrar. Á meðan höfuðborgarbúar lifðu í vellystingum á uppsveiflutímum og byggðu glæsibyggingar fyrir 1000 milljarða fengum við Þingeyingar lítinn sem engan skerf af þessu góðæri. Nú þegar kemur að niðurskurði  í  kjölfar efnahagshruns þarf HÞ að skera niður 40% af rekstri  og 85 % af sjúkraþjónustu sem þar með leggst af.  Niðurskurður á höfuðborgarsvæðinu  og á Akureyri verður nánast enginn. Íbúar í Þingeyjarsýslum sem ekki fengu sinn skerf af góðærinu er nú refsað umfram alla aðra landsmenn fyrir þá vitleysu sem átti sér stað í höfuðborginni fyrir hrun. Sjúkrahúsið á Húsavík er jafn mikilvægt fyrir Þingeyinga eins og Landspítalinn er fyrir höfuðborgarbúa og ætti Þingeyingar því að búa við sambærilegan niðurskurð. Engar vísbendingar eru um það, að hagstæðara sé að hjúkra Þingeyingum fjarri heimabyggð og nánustu aðstandendum. Sjúkrarúmin eru til staðar og launakostnaður á bak við hvert rúm er ekki hærri hér. Á síðustu 10 árum hefur opinberum störfum  fjölgað um 50% og hefur öll fjölgunin öll átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu.  Þegar kemur að niðurskurði þá sjá höfuðborgarbúar að sjálfsögðu bestu niðurskurðartækifærin á landbyggðinni.Engin greining hefur verið gerð á hvort þessi aðgerð skilar yfirhöfuð einhverjum sparnaði.  Þessar konur sem missa vinnuna fara væntanlega beint á atvinnuleysisbætur og fá þar ca. 150 milljónir kr. frá ríkinu á ársgrundvelli, þessar konur skiluðu áður 100 milljónum í skatta og til viðbótar þurfa aðstandendur sjúklinga að leggja í 100 milljóna kr. Viðbótar akstur.  Hvaða flokksfélagi í VG101 greindi þennan sparnað  ?  HÞ er stærsti vinnustaðurinn á Húsavík og er áætlað að segja upp allt að 60-70 manns og er þessu fólki ásamt fjölskyldum ætlað að flytja til höfuðborgarinnar þar sem byggja á upp stórt svokallað hátæknisjúkrahús sem kosta mun um 30- 50 milljarða og mun laða að fullt að hæfu heilbrigðisstarfsfólki.  Rekstrar og afskriftakostnaður heilbrigðiskerfisins mun aukast um meira en  5 milljarða kr. á ári við þessa byggingu.  Þetta er frábær hagræðing  heilbrigðiskerfis þar sem þetta skapar mikla vinnu á Höfuðborgarsvæðinu.Skera ætti niður ýmsan óþarfan munað höfuðborgarbúa áður enn ráðist er á heilbrigðiskerfi landsbyggðarinnar  t.d. sinfóníu, óperu, Þjóðleikhús og fleira sem eingöngu er notað af  lítilli elítu höfuðborgarbúa, kannski að útgáfa boðsmiða til embættis og ráðamanna hindri slíkan niðurskurð. Hreinn Hjartarson

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hreinn Hjartarson

Höfundur

Hreinn Hjartarson
Hreinn Hjartarson
Ég er orkuverkfræðingur og áhugamál mín eru: fjallamennska, orkumál, náttúruvernd og fl.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Húsavík séð frá Grímslandsjökli
  • Skálavíkurhnjúkur
  • Þeistareykir
  • Kotaskarð
  • Skjálfandafljót

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband